Tilslakanir í nokkrum löndum

22.02.2021 - 08:21
epa09027123 Children wear a face mask and study in class in a Junior School in Jerusalem, Israel, 21 February 2021. Israel reopened schools, almost two months after they were closed due to the coronavirus pandemic.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í nokkrum löndum heims ætla að slaka á aðgerðum sem gripið hefur verið til varnar gegn COVID-19. Ísraelsmenn slökuðu á ströngum sóttvarnarráðstöfunum í gær, skólar, verslanir og söfn mega nú vera opnar almenningi en grímuskylda og fjarlægðarreglur eru enn í gildi. Stærri hluti þjóðarinnar í Ísrael hefur verið bólusettur en í nokkru öðru landi eða um helmingur.

Tæplega 96 prósent virkni Pfizer bóluefnis

Heilbrigðisráðuneyti í Ísrael segja að Pfizer bóluefnið sem þar er notað komi í veg fyrir alvarleg veikindi og andlát í nærri 96 prósent tilfella. 

Svæðisbundnar aðgerðir í Danmörku

Í Danmörku hafa borgarstjórar verið kallaðir á fund í dag til að heyra álit sérfræðinga um áframhaldandi smitvarnir, búist er við einhverjum svæðisbundnum tilslökunum frá 8. mars. Dönsk yfirvöld ætla að taka mið af tillögum sérfræðingahóps um smitvarnir.

Fjögurra þrepa áætlun bresku stjórnarinnar

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, tilkynnir einnig í dag áætlun um að koma lífinu aftur í eðlilegra horf. Búist við að tilslakanir verði í fjórum skrefum, nemendum verði leyft að koma í skóla aftur frá 8. mars og frekari aflétting sóttvarnaaðgerða verði síðar í mars-mánuði.