Hávær krafa hefur verið að undanförnu í íþróttasamfélaginu að leyfa áhorfendur á kappleikjum í einhverri mynd en áhorfendur hafa verið leyfðir á menningarviðburðum með skilyrðum síðan 13. janúar.
Síðan 20. október hefur algjört áhorfendabann á kappleikjum verið við lýði en það virðist taka breytingum í nýjum tillögum sóttvarnarlæknis sem ráðherra kynnir á morgun. Þá hafa foreldrar ekki mátt mæta á barnamót.
Þórólfur Guðnason var þó stuttorður þegar hann var spurður út í málið á Almannavarnarfundi dagsins og sagði ekkert til um útfærslur á væntanlegum tilslökunum.
Gera má ráð fyrir því að félög þurfi að geta númerað sæti í áhorfendastúkum auk annarra ráðstafana en ekki er ljóst hversu margir áhorfendur mega mæta á leiki.