Fyrir jólin sendi Sigurbjörg Þrastardóttir frá sér skrautlegt smásagnasafn sem nefnist Mæður geimfara. Þar fjallar hún um þunglyndi í fjölskyldu geimfara, mæður handrukkara, himingeiminn, Mikka mús og Marilyn Monroe svo eitthvað sé nefnt í harmrænum en grátbroslegum sögum.