Út er komin hljómplatan Söngur vesturfarans sem er í raun síðasta plata Halla Reynis, en hann lést 52 ára að aldri í september 2019. Halli lagði grunninn að plötunni með meistaraverkefni um vesturfarana árið 2015 og dreymdi um að gera eitthvað meira úr þessu verkefni eftir að platan kæmi út. Hann sá fyrir sér leikhús og tengingu við Íslendingaslóðir í Vesturheimi og kennsluefni.
Halli hafði ætlað sér að hefja upptökur á plötunni haustið 2019 en féll frá áður en vinnan hófst. Nokkrum vikum síðar fékk fjölskylda hans símtal um að til væru demó-upptökur fyrir plötuna sem Halli hefði tekið upp í hljóðveri.
Tvíburabróðir Halla, Gunnlaugur Reynisson, segir að símtalið hafi reynst þýðingarmikið. „Það hefði verið ógreiningur að gera þetta án aðkomu Halla. Það hefði alveg verið hægt að syngja þetta inn en þetta hefði aldrei orðið hans plata ef einhverjir aðrir færu að gera þetta.“