Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Heiða vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
 Mynd: Kolbrún Ýr - Ljósmynd
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir varaþingmaður og sauðfjárbóndi gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum í haust.

Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista flokksins í kjördæminu fyrir síðustu kosningar, en hyggst nú hverfa af þingi. Nú hafa fjögur gefið kost á sér í fyrsta sæti listans, auk Heiðu eru það þau Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður, Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri og Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Í tilkynningu frá Heiðu segir að auk starfa sinna við sauðfjárbúskap vinni hún við rúning og fósturtalningar í sauðfé um allt land. Hún hefur setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í tíu ár og verið varaþingmaður VG á þessu kjörtímabili.