Það eru þau Elínrós Birta Jónsdóttir, Þráinn Ásbjarnarson og Jón Jörundur Guðmundsson sem keppa fyrir hönd Fjölbrautarskólans í Ármúla og hafa velgengni sína frá síðasta ári að verja. Liðið kemur fíleflt til leiks með góða þekkingu á raungreinum, sögu og landafræði en töluvert minni þekkingu, að sögn Þráins, á svokölluðum „kvennamálum.“ Liðið býr jafnframt yfir breiðri aldursskiptingu en Jón Jörundur er á átjánda ári og Elínrós Birta verður 24 ára síðar á árinu.