Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Gos hafið í Merapi-fjalli

19.02.2021 - 09:20
epa08945381 Mount Merapi volcano spews lava during an eruption, as seen from Sleman, Yogyakarta, Indonesia, 17 January 2021 (issued 18 January 2021). Mount Merapi is one of the most active volcanoes in the country. At least 300 people were killed when it erupted in 2010.  EPA-EFE/BOY TRIHARJANTO
Hraun rennur niður hlíðar Merapi-fjalls eftir að gós hófst þar í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Gos hófst í Merapi-fjalli í Indónesíu í morgun eftir nokkra ókyrrð undanfarna tvo daga. Merapi, sem er skammt frá borginni Jogjakarta á eynni Jövu, er eitt af virkustu eldfjöllum heims.

Síðan í nóvember hefur verið þar í gildi næst hæsta viðbúnaðarstig vegna hættu á eldgosi og fólki fyrirskipað að halda sig í að minnsta kosti fimm kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Mikið öskugos varð í Merapi í síðasta mánuði.

Árið 2010 þegar síðast varð meiriháttar eldgos í Merapi fórust um þrjú hundruð manns og urðu hátt í þrjú hundruð þúsund að forða sér í öruggt skjól.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV