Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tsitsipas lagði Nadal að velli í spennuleik

epa09018372 Stefanos Tsitsipas (L) of Greece shakes hand with Rafael Nadal of Spain after defeating him in their Men's singles quarter finals match on Day 10 of the Australian Open at Melbourne Park in Melbourne, Australia, 17 February 2021.  EPA-EFE/DAVE HUNT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA

Tsitsipas lagði Nadal að velli í spennuleik

17.02.2021 - 14:12
Grikkinn Stefanos Tsitsipas er kominn áfram í undanúrslit Opna ástralska tennismótsins eftir sigur á Spánverjanum Rafael Nadal í Melbourne í dag. Nadal missti niður 2-0 forskot í leiknum sem er svo sannarlega sjaldséð sjón á risamóti.

Nadal hafði nefnilega aðeins einu sinni í 223 viðureignum tapað á risamóti eftir að hafa komist í 2-0. Sú tölfræði er nú tvisvar í 224 viðureignum því Tsitsipas náði að snúa leiknum sér í vil. Hann lék einstaklega vel og braut Nadal tvívegis í upphækkun og vann 3-2.

Tsitsipas mætir Rússanum Daniil Medvedev í undanúrslitum sem lagði landa sinn Andrey Rublev örugglega í nótt, 3-0. Það er því ljóst hvaða fjórir kappar mætast í undanúrslit Opna ástralska þetta árið.