Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Styttir upp á Seyðisfirði

Unnið er að því að reisa bráðabirgðavarnargarða á svæðinu. 13. janúar 2021.
 Mynd: Lögreglan á Austurlandi - Ríkislögreglustjóri
Almannavarnir ákveða núna í hádeginu hvort rýmingu verður aflétt á Seyðisfirði. Verulega hefur dregið úr úrkomu og nánast hefur stytt upp. Þá er gert ráð fyrir kólnandi veðri og sú slydda eða snjókoma sem er í kortunum er ekki talin auka hættu á skriðuföllum. Þrátt fyrir að talsvert hafi rignt í gærkvöldi og nótt mældust engar hreyfingar í hlíðinni fyrir ofan Seyðisfjörð.

Í gærkvöldi þurftu um hundrað Seyðfirðingar í tæplega fimmtíu húsum að yfirgefa heimili sín. Húsin voru rýmd í varúðarskyni vegnu óvissu um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember.