Veðurstofan greinir frá því að einnig sé vitað um snjóflóð á Eskifirði, Norðfirði, Seyðisfirði, Fljótsdal og Vopnafirði.
Krapaflóð hafa fallið í Öræfasveit, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Seyðisfirði og í Skriðdal svo vitað sé, segir á vef Veðurstofunnar.
Þá féll aurskriða austan við Höfn í Hornafirði og smáskriður og grjóthrun utarlega i Borgarfirði Eystri. Eitthvað tjón hefur orðið og lokuðust vegir tímabundið til dæmis í Borgarfirði Eystri, Fáskrúðsfirði og í Fagradal eins og áður sagði og aurskriðan austan Hornafjarðar tók stæðu í rafmagnslínu.