
Forval VG í Norðausturkjördæmi hefst á miðnætti
Í tilkynningu frá VG kemur fram að kjörstjórn flokksins fái niðurstöður forvalsins, sem er rafrænt og fundi um þær snemma þriðjudagsmorgun. Úrslitin verði svo birt fyrir hádegi þann sama dag. Kjörstjórn Norðausturkjördæmis stilli svo upp 20 manna framboðslista sem á að endurspegla samfélagið sem best og hann verður borinn upp á kjördæmisþingi fyrir lok mars.
Lög flokksins kveða á um að ekki megi halla á konur á framboðslistum og ekki færri en tveir frambjóðendur af hvoru kyni séu í fimm efstu sætum. Þrjú sækjast eftir því að leiða listann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður, Óli Halldórsson varaþingmaður og Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og framhaldsskólakennari.
Þau 12 sem bjóða sig fram í forvalinu eru:
Angantýr Ásgeirsson, sálfræðinemi, Akureyri.
Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði, 1. sæti.
Cecil Haraldsson, fyrrverandi sóknarprestur, Seyðisfirði, 4.-5. sæti.
Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri.
Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi, Eyjafjarðarsveit.
Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað. 1 – 2 sæti.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri, 3. sæti.
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Múlaþingi 2. sæti.
Kári Gautason, framkvæmdastjóri í fæðingarorlofi, Reykjavík, 2. sæti.
Óli Halldórsson, forstöðumaður, Húsavík, 1. sæti .
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi, Þingeyjarsveit.