Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Ekkert innanlandssmit annan daginn í röð

11.02.2021 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands í gær. Það sama var uppi á teningnum í fyrradag. Ekkert smit var heldur greint á landamærunum í gær. Nýgengi smita innanlands er 1,4, sem þýðir að síðustu tvær vikur hafa samtals 1,4 smit greinst á hverja 100.000 íbúa.