Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Kynna nýtt myndband um störf Alþingis

02.02.2021 - 18:44
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Alþingi birti í dag mynband um störf Alþingis. Myndbandinu er ætlað að sýna hvað fer fram á þinginu, ekki aðeins í ræðustólnum heldur einnig á hinum ýmsu sviðum þess.

Myndbandið sýnir fjölbreytileika starfs þingmanna og mismunandi hlutverk innan þingsins. Sumir kunna að draga þá ályktun að á Alþingi fari aðeins fram hávaðarifrildi og átök um stjórnmál en eins og margir þingmenn og starfsmenn þingsins hafa bent á í gegnum tíðina er það aðeins ein birtingarmynd þess sem þar fer fram. 

Þá er farið yfir hvernig fyrirkomulag stjórnkerfisins er háttað með myndrænum hætti. 

Á veg Alþingis segir: „Myndbandið er ætlað til fræðslu nemenda og mun til dæmis nýtast við undirbúning skólahópa fyrir fræðsluheimsókn á Alþingi og sem ítarefni við kennslu um Alþingi í skólunum. Myndbandið er einnig ætlað almenningi, ungum jafnt sem öldnum, til að veita innsýn í starfsemi Alþingis á skemmtilegan og lifandi máta,“

Myndirnar teiknaði Rán Flygenring sem vann myndbandið ásamt Sebastian Ziegler. Álfrún Helga Örnólfsdóttir ljáði myndbandinu rödd sína. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.