Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Einn á slysadeild eftir bílveltu á Eyrarbakkavegi

29.01.2021 - 00:28
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Ökumaður bíls sem valt á Eyrarbakkavegi rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld var fluttur á sjúkrahús á Selfossi. Vísir greinir frá þessu. Slökkvilið, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang og var veginum lokað þar til á tólfta tímanum. Ökumaðurinn var einn í bílnum og þurfti að aðstoða hann úr honum. Ekki þurfti að beita klippum. Bíllinn er gjörónýtur að sögn Sunnlenska.is.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV