Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nýtt upphaf – janúarráðstefna Festu

28.01.2021 - 08:29
Mynd með færslu
 Mynd: Festa
Beint streymi frá Janúarráðstefnu Festu. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Nýtt upphaf.

Ráðstefnan fram þann 28. Janúar 2021 frá kl 9.00 og stendur til kl 12.00. Yfirskrift ráðstefnunnar er jafnframt heiti á átaki á vegum World Economic Forum sem hefur það markmið að einblína á mikilvægi þess að horfa til sjálfbærra uppbyggingar samfélaga í kjölfar kórónaveirufaraldursins en huga þarf að umhverfinu og taka tillit til hagsmuna helstu hagaðila. Um er að ræða helstu ráðstefnu hér á landi á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar. 

Á ráðstefnunni verða jafnframt kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar Deloitte á viðhorfi stjórnenda 300 stærstu fyrirtækja landsins um aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum. Markmiðið með könnuninni er að varpa ljósi á hvernig stjórnendur eru að takast á við loftslagsáskorunina. Ennfremur geta niðurstöðurnar nýst í frekari stefnumörkun og umræður um loftslagsmál hér á landi.

Dag­skrá:

 • Festa 10 ára
  Tóm­as N. Möller formað­ur Festu og Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri Festu
 • Hvað felst í hinu Nýja upp­hafi – The Great Re­set
  Nicole Schwab fram­kvæmd­ar­stjóri Nature Based Soluti­ons @World Economic For­um
 • Hvert er þitt hlut­verk í Nýju upp­hafi?
  Halla Tóm­as­dótt­ir for­stjóri B Team
 • Leið­tog­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi taka stöð­una
 • AЭILDI 2021 kynnt til leiks
 • Hvaða Gráu nas­hyrn­ing­ar verða á vegi okk­ar á ár­inu?
  Michele Wucker met­sölu­höf­und­ur og for­stjóri Gray Rhino & Comp­any
 • Mikl­ar umbreyt­ing­ar: Hröð­um fram­gangi heims­mark­mið­anna
  John McArth­ur for­stjóri mið­stöðv­ar um sjálf­bæra þró­un hjá Brook­ings stofn­un­inni
 • Drauma­fjár­fest­ing 2035
  Sa­sja Beslik for­stjóri sjálf­bærra fjár­fest­inga hjá J. Safra Saras­in Bank
 • Leið­tog­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi taka stöð­una
 • Eru ís­lensk­ir stjórn­end­ur á grænni veg­ferð? – Græna veg­ferð­in, könn­un Deloitte með­al stjórn­enda um að­gerð­ir fyr­ir­tækja í lofts­lags­mál­um
  Rakel Eva Sæv­ars­dótt­ir verk­efna­stjóri Deloitte
 • Leið­tog­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi taka stöð­una
 • Hvernig gekk að inn­leiða hringrás­ar­hag­kerf­ið á ár­inu? – Fjög­ur fyr­ir­tæki settu sér hringrás­ar markmið í upp­hafi árs 2020 – hvernig gekk?
 • Sjálf­bær vel­ferð – hug­vekja
  Elísa­bet H. Brynj­ars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og verk­efna­stjóri Frú Ragn­heið­ar
 • Fund­ar­stjóri: Hrund Gunn­steins­dótt­ir