Raftækjaframleiðandinn Apple skilaði methagnaði á síðasta ársfjórðungi síðasta árs vegna mikillar sölu á snjallsímum, fartölvum og spjaldtölvum fyrirtækisins. Alls seldi fyrirtækið vörur fyirr rúma 111 milljarða bandaríkjadala á lokaársfjórðungi síðasta árs, og skilaði hagnaði upp á 28,7 milljarða dala, jafnvirði um 3.700 milljarða króna. Fyrirtækið hefur aldrei skilað jafn miklum hagnaði á einum ársfjórðungi.