Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Methagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi

28.01.2021 - 04:42
epa08967896 (FILE) - A silhouette next to an Apple during the sale start of the new iPhone X at the Apple store in Frankfurt, Germany, 03 October 2017  (reissued 26 January 2021). Apple is to release their financial year 2021 1st quarter results on 27 January 2021.  EPA-EFE/ARMANDO BABANI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Raftækjaframleiðandinn Apple skilaði methagnaði á síðasta ársfjórðungi síðasta árs vegna mikillar sölu á snjallsímum, fartölvum og spjaldtölvum fyrirtækisins. Alls seldi fyrirtækið vörur fyirr rúma 111 milljarða bandaríkjadala á lokaársfjórðungi síðasta árs, og skilaði hagnaði upp á 28,7 milljarða dala, jafnvirði um 3.700 milljarða króna. Fyrirtækið hefur aldrei skilað jafn miklum hagnaði á einum ársfjórðungi.

Niðurstaðan er mun betri en sérfræðingar á Wall Street bjuggust við að sögn breska dagblaðsins Guardian. Að miklu leyti er hægt að þakka nýútgefnum símum fyrirtækisins. Sömuleiðis gekk þjónustuliður reksturs Apple vel, þeirra á meðal app-verslun þeirra og leyfissamningar.

Tim Cook, stjórnandi Apple, segir niðurstöðuna mögulega hafa orðið enn betri ef ekki hefði verið fyrir heimsfaraldurinn. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV