Léttskýjað víðast hvar á landinu í dag

28.01.2021 - 06:27
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt, 3 til 10 metrar á sekúndu á landinu í dag. Skýjað verður að mestu austanlands og sumstaðar dálítil él. Frost verður á bilinu 1 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðan og austanlands.

Áfram hægur vindur á morgun með þurru og köldu veðri, en norðaustan 5-10 metrar á sekúndu með norðurströndinni seinnipartinn og líkur á éljum þar.

Og ef horft er til næstu daga og helgarinnar þá er útlit fyrir að á föstudag verði hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en norðaustan 5-10 m/s með norðurströndinni og líkur á éljum þar. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á laugardag:
Norðlæg átt 3-10. Lítilsháttar él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt 3-8, en 8-13 með suðurströndinni. Víða bjartviðri og frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir austlæga átt með dálítilli slyddu eða snjókomu á suðaustanverðu landinu, en þurrt norðan- og vestantil. Frostlaust syðst, en frost að 10 stigum fyrir norðan.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV