
Spá ögn minni hagvexti vegna lægri loðnukvóta
Í þjóðhagsspá bankans í október spáði hann 3,4% hagvexti en að öðru óbreyttu er honum nú spáð í 3,3%, vöxtur útflutnings fer að mati bankans úr 7,4% niður í sjö af hundraði.
Loðnukvóti á núverandi vertíð verður 61 þúsund tonn í stað þeirra 100 þúsunda tonna ráð var fyrir gert í spá bankans sem hann byggði á góðri nýliðun í loðnustofninum undanfarin ár.
Síðustu tvö ár hefur engin loðnuveiði verið heimiluð, en loðna hefur lengi verið einn verðmætasti fiskistofninn hér við land. Loðnuveiðar hófust við Ísland árið 1963 og voru stundaðar óslitið til ársins 2018 þegar veiddust 186 þúsund tonn en veiðin hefur farið minnkandi undanfarin 25 ár.
Árið 1997 var loðnuveiði sýnu mest eða um 1,3 milljónir tonna en seinustu þrjú árin fyrir bann var veiðin 101 til 197 þúsund tonn. Langmest hefur undanfarið verið selt af loðnuafurðum til Noregs en Japan og Kína fylgja þar í kjölfarið.