Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Grenivík á kafi í snjó — „Gengur þokkalega vel að moka“

27.01.2021 - 14:30
Mynd með færslu
 Mynd: Hjörtur Geir Heimisson - RÚV
Töluvert hefur snjóað á Grenivík í Grýtubakkahreppi síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Á Grenivík eru tvö moksturstæki sem sem hafa síðustu daga mokað bæinn frá fimm á morgana og fram á kvöld.

Byrja fimm á morgnana

Sigurður Baldur Þorsteinsson, annar mokstursmanna sem starfa hjá sveitarfélaginu segir í samtali við fréttastofu að mokstur gangi vel þó dagarnir séu langir. „Já já það gengur þokkalega vel að moka. Við erum tveir í þessu og byrjum svona fimm á morgnana og mokum fram á köld. En það er bara gaman að þessu,“ segir Sigurður Baldur.

Síðasti vetur erfiður

Það snjóað mikið á Grenivík síðasta vetur en fram til þessa hefur veturinn verið snjóléttur. „Þetta var meira í fyrra hugsa ég, þá snjóaði líka í svo svakalega langan tíma.“

Hjörtur Geir Heimisson, Grenvíkingur fór á stjá í hádeginu dag og tók þessar fallegu myndir.

Mynd með færslu
 Mynd: Hjörtur Geir Heimisson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Hjörtur Geir Heimisson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Hjörtur Geir Heimisson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Hjörtur Geir Heimisson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Hjörtur Geir Heimisson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Hjörtur Geir Heimisson - RÚV