Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Frávísunartillaga Repúblikana felld

epa08965510 (R-L) Walking from the House side of the US Capitol, the impeachment managers Representatives Jamie Raskin (D-MD), Diana DeGette (D-CO), David Cicilline (D-RI), Joaquin Castro (D-TX), Eric Swalwell (D-CA), Ted Lieu (D-CA), Stacey Plaskett (D-US Virgin Islands AT-Large), Joe Neguse (D-CO), and Madeleine Dean (D-PA) deliver the Impeachment Article to the Senate floor in Washington, DC, USA, 25 January 2021.  EPA-EFE/Melina Mara / POOL
 Mynd: EPA-EFE - The Washington Post POOL
45 þingmenn Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að láta ákæruna gegn fyrrverandi forsetanum Donald Trump niður falla. Tillagan var þó felld þar sem allir 48 þingmenn Demókrata, tveir óháðir þingmenn og fimm Repúblikanar greiddu atkvæði gegn henni. 

Atkvæðagreiðslan þykir þó til merkis um að Trump verði að öllum líkindum ekki sakfelldur í öldungadeildinni þegar réttað verður yfir honum. Trump er gefið að sök að hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að ráðast inn í bandaríska þinghúsið til þess að mótmæla niðurstöðum forsetakosninganna.

Tveir þriðju þingmanna öldungadeildarinnar verða að greiða atkvæði með sekt Trumps til þess að hann verði dæmdur. Það þýðir að allir Demókratar og óháðu þingmennirnir tveir sem jafnan fylgja Demókrötum að málum verða að sannfæra minnst 17 þingmenn Repúblikana um sekt fyrrverandi forsetans.
Þingmennirnir voru eiðsvarnir sem kviðdómendur í gær. Réttarhöldin yfir Trump eiga að hefjast snemma í næsta mánuði.