Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ballþyrstir kærðir fyrir brot á sóttvarnarlögum

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Á þriðja tug manns voru kærðir fyrir brot á sóttvarnarlögum í húsnæði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Lögreglunni barst tilkynning um dansleik í húsnæði við hlið veitingastaðar rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld. Gestir dansleiksins eru svo sagðir hafa farið inn á veitingastaðinn og tekið áfengi þaðan með sér yfir í húsnæðið þar sem dansleikurinn var.

Veitingastaðurinn og ábyrgðarmaður hans voru kærðir fyrir brot á áfengislögum, þar sem fólkið tók áfengi með sér af staðnum. Lögreglan segir loks í dagbók sinni að samkomunni hafi verið slitið og fólkinu vísað út.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV