Veðurspáin í dag gerir ráð fyrir austlægri átt og víða strekkingi í dag; allhvöss eða hvöss syðst og á Vestfjörðum, en mun hægari austanlands. Bjart með köflum, en stöku él úti við sjávarsíðuna. Heldur hægari á morgun léttir víða til.
Slydda eða snjókoma víðast hvar um helgina
Á föstudag nálgast lægðardrag vesturhelming landsins og fer að snjóa
þar um kvöldið, en austan- og norðaustanáttir með slyddu- eða snjókomu í flestum landshlutum um helgina.
Frostlaust með suður- og vesturströndinni, en annars talsvert frost, einkum í innsveitum nyrðra.