Janus Daði leikur með Göppingen í Þýskalandi. Christian Schöne, yfirmaður íþróttamála hjá Göppingen, segir að það sé mikið áfall fyrir liðið að Janus Daði geti ekki spilað meira með Göppingen á leiktíðinni.
Janus Daði verður í kapphlaupi við tímann um að ná næstu landsleikjum en næstu leikir íslenska landsliðsins verða í undankeppni EM 2022 í apríl og maí en þá mætir Ísland Litáen á útivelli og Ísrael í Laugardalshöllinni.