Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Éljagangur nyrðra en bjartviðri með köflum syðra

26.01.2021 - 06:28
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Veðurstofan spáir víða allhvassri eða hvassri austan- og norðaustanátt en mun hægari austan til. Búast má við dálitlum éljum á norðanverðu landinu, en bjartviðri með köflum syðra.

Vetrarfærð er í flestum landshlutum en þó greiðfært með Suðurströndinni. Þæfingsfærð er á fjarðarheiði og skafrenningur og él eru víða um landið norðanvert að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar

Siglufjarðarvegur er lokaður og verður næst skoðaður klukkan tíu, þungfært er á Hófaskarði, Vopnafjarðarheiði og Hólasandi. Þæfingur er á Brekknaheiði og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. 

Austlægari vindar verða ríkjandi á morgun og léttir smám saman til, en stöku él úti við sjávarsíðuna. Áfram er spáð svipuðu veðri á fimmtudag. Frostlaust verður allra syðst, en annars talsvert frost, einkum í innsveitum nyrðra.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV