Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Slóvenar æfir: „Hann hrundi ofan í sína eigin ælu“

epa08958934 Blaz Blagotinsek of Slovenia reacts during the Main Round match between Slovenia and Sweden at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 22 January 2021.  EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Slóvenar æfir: „Hann hrundi ofan í sína eigin ælu“

25.01.2021 - 11:09
Slóvenska handboltasambandið hefur sent frá sér harðorðan pistil þar sem Egyptar eru sakaðir um að hafa eitrað fyrir slóvenska liðinu. Fjölmargir slóvenskir leikmenn veiktust illa fyrir leik sinn við Egypta í gær.

Leikur Slóveníu og Egyptalands endaði jafn 25-25. Með sigri Slóvena hefðu þeir komist í 8-liða úrslit en jafnteflið nægði fyrir Egyptaland sem mætir nú Danmörku í 8-liða úrslitum keppninnar. 

Slóvenar eru vægast sagt æfir yfir stöðunni og halda því fram að eitrað hafi verið fyrir hópnum. Matareitrun hefur einnig leikið leikmannahópa Danmörkur og Svíþjóðar grátt.

„Tólf leikmenn urðu mjög veikir sólarhring fyrir leikinn við Egyptaland. Leikmenn öskruðu og emjuðu af sársauka, köstuðu upp, og flýttu sér á salernið eins og þeir ættu lífið að leysa. Stas Skube og Dragan Gajic voru mikið veikir um nóttina og Blaz Bagotinzek hneig niður í búningsklefanum (og afsakið, hann hrundi ofan í sína eigin ælu) og var fluttur beint aftur á hótelið. En níu leikmenn hörkuðu af sér og reyndu að tryggja okkur sætið á meðal átta bestu þjóða heims,“ segir meðal annars á heimasíðu slóvenska handboltasambandsins.

Þar segir einnig að þetta geti ekki verið tilviljun. Slóvenska liðið hafi dvalið á hótelinu í 11 daga og aldrei hafi neitt komið upp. En sólarhring fyrir leikinn gegn gestgjafaþjóðinni hafi allt að tólf úr leikmannahópi og starfsliði Slóvena orðið mikið veikir.