Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

HM í dag: Dagur og Halldór Jóhann mætast

epa08943958 A handout photo made available by Egypt Handball 2021 of the head coach of Japan Dagur Sigurdsson (C) during the match between Qatar and Japan at the 27th Men's Handball World Championship in Alexandria, Egypt, 17 January 2021.  EPA-EFE/Hazem Gouda / Egypt Handball 2021 HANDOUT SHUTTERSTOCK OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA

HM í dag: Dagur og Halldór Jóhann mætast

25.01.2021 - 06:00
Heimsmeistaramótið í handbolta heldur áfram en í dag lýkur keppni í milliriðlum. Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, og Barein, undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar, eigast við í fyrsta leik dagsins en hann er sýndur beint á RÚV klukkan 14:30.

Hvorugt lið á möguleika á sæti í 8-liða úrslitum en tvö lið sem eru þegar komin þangað, Spánn og Ungverjaland, mætast í úrslitaleik um sigur í milliriðli 1. 

Ungverjalandi nægir jafntefli til að vinna riðilinn. Sá leikur hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á RÚV 2.

Í kvöldleiknum mætast heimsmeistarar Dana og Króatía. Danmörk er öruggt með sæti í 8-liða úrslitum en Króatar verða að vinna leikinn og vonast eftir sigri Katar á Argentínu til að komast í 8-liða úrslit. Leikurinn hefst 19:30 og verður sýndur beint á RÚV 2. 

Leikir dagsins í beinni útsendingu:

  • 14:30 Japan - Barein á RÚV
  • 17:00 Spánn - Ungverjaland á RÚV 2
  • 19:30 Danmörk - Króatía á RÚV 2