Hvorugt lið á möguleika á sæti í 8-liða úrslitum en tvö lið sem eru þegar komin þangað, Spánn og Ungverjaland, mætast í úrslitaleik um sigur í milliriðli 1.
Ungverjalandi nægir jafntefli til að vinna riðilinn. Sá leikur hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á RÚV 2.
Í kvöldleiknum mætast heimsmeistarar Dana og Króatía. Danmörk er öruggt með sæti í 8-liða úrslitum en Króatar verða að vinna leikinn og vonast eftir sigri Katar á Argentínu til að komast í 8-liða úrslit. Leikurinn hefst 19:30 og verður sýndur beint á RÚV 2.
Leikir dagsins í beinni útsendingu:
- 14:30 Japan - Barein á RÚV
- 17:00 Spánn - Ungverjaland á RÚV 2
- 19:30 Danmörk - Króatía á RÚV 2