Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Grikkir kaupa franskar orrustuþotur

25.01.2021 - 16:40
epa08154933 Rafale jet fighters flying above the French aircraft carrier 'Charles de Gaulle' at sea off the coast of the city of Hyeres, France, 23 January 2020.  EPA-EFE/PHILIPPE LOPEZ / POOL MAXPPP OUT
 Mynd: EPA-EFE - AFP
Grikkir gengu í dag frá kaupum á átján frönskum orrustuþotum af gerðinni Rafale. Kaupverðið er tveir og hálfur milljarður evra, jafnvirði þrjú hundruð níutíu og þriggja milljarða króna. Tólf af þotunum eru notaðar, sex til viðbótar verða smíðaðar fyrir Grikki hjá Dassault flugvélasmiðjunum.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV