Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á áttunda tímanum í kvöld eftir að eldur kviknaði aftur í þaki íbúðarhúss við Kaldasel í Seljahverfi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var tilkynnt um mikinn reyk frá þakinu og síðar kom í ljós mikill eldur. Ekki þurfi mikið til að það blossi upp bál þegar mikill hiti er enn til staðar.
Íbúðarhúsið stórskemmdist í eldsvoðanum í morgun og það skíðlogaði þegar slökkviliðið kom á staðinn. Ekkert er vitað um eldsupptök.