Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Allt á kafi á Akureyri — „Allir eru að gera sitt besta“

25.01.2021 - 14:09
Innlent · Akureyri · Norðurland · Óveður · snjór · veður
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Töluvert hefur snjóað á Akureyri síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Rúmlega 30 moksturstæki sem hafa verið á ferð um bæinn í dag hafa vart undan við að ryðja helstu götur og göngustíga.

Engin sorphirða í dag

Þessi mikli snjór hefur haft töluverð áhrif en Akureyrarbær tilkynnti í dag að sorphirðu hefði verið frestað í bænum vegna ófærðar. Þar segir að sorphirðubíll frá Terra komist illa leiðar sinnar um íbúðargötur, auk þess sem tunnur eru víða á kafi. 

Allt tekur lengri tíma

Á vef bæjarins segir að unnið sé að snjómokstri af fullum krafti en 33 snjómoksturstæki er nú að stöfum. Stefnt er að því að sorphirða hefjist að nýju eins fljótt og auðið er. „Búast má við að það taki nokkra daga að hreinsa bæinn að fullu. Eins og margoft hefur komið fram og flestir íbúar á Akureyri þekkja þá tekur allt aðeins lengri tíma á dögum sem þessum og þá gildir að sýna þolinmæði og tillitssemi. Allir eru að gera sitt besta," segir á vef bæjarins. 

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV