Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Polisario skaut eldflaugum að bækistöð Marokkóhers

24.01.2021 - 04:39
epa08817663 (FILE) - A Sahrawi woman soldier carries a flag of the Democratic Arab Republic of Sahara as another one looks on, during a parade  in Tifariti in the liberated territories of Western Sahara, 20 May 2008 (reissued 13 November 2020). The Moroccan Royal Armed Forces (FAR) on 13 November 2020 launched an operation to establish a 'security cordon' to control flow of people and goods across buffer zone on border linking Morocco to Mauritania. The Moroccan Foreign Ministry said the operation is meant to face the 'serious and unacceptable provocations' of the Polisario Front in the disputed territory of Guerguerat.  EPA-EFE/MOHAMED MESSARA
 Mynd: epa
Sjálfstæðishreyfing Vestur-Sahara, Polisario, gerði í nótt eldflaugaárás á Guergerat-svæðið á mörkum Marokkós og Máritaníu, þar sem Marokkóher hefur haldið úti varðstöð síðustu mánuði. Fréttastofa Saharawi-þjóðarinnar, SPS, greindi frá þessu í morgun. „Her Saharawi-þjóðarinnar skaut fjórum eldflaugum í áttina að Guerguerat,“ segir í fréttatilkynningunni, sem vitnar í liðsforingja í hersveitum sjálfstæðishreyfingarinnar.

Guergerat er hlutlaust svæði við landamæri Máritaníu, sem til skamms tíma var haldið utan við allar deilur og átök Marokkóstjórnar og aðskilnaðarhreyfinga Vestur-Sahara. Marokkóher sendi hins vegar hersveitir á svæðið 13. nóvember síðastliðinn og bar fyrir sig að aðskilnaðarsinnar stöðvuðu umferð vöruflutningabíla um landamærin.

Leiðtogar Polisario lýstu því yfir að sú hernaðaraðgerð jafngilti rofi á vopnahléi milli þeirra og Marokkóhers, sem staðið hafði síðan 1991.