Sjálfstæðishreyfing Vestur-Sahara, Polisario, gerði í nótt eldflaugaárás á Guergerat-svæðið á mörkum Marokkós og Máritaníu, þar sem Marokkóher hefur haldið úti varðstöð síðustu mánuði. Fréttastofa Saharawi-þjóðarinnar, SPS, greindi frá þessu í morgun. „Her Saharawi-þjóðarinnar skaut fjórum eldflaugum í áttina að Guerguerat,“ segir í fréttatilkynningunni, sem vitnar í liðsforingja í hersveitum sjálfstæðishreyfingarinnar.