Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hópsmit á sjúkrahúsi í Berlín

24.01.2021 - 12:45
Mynd með færslu
 Mynd: Pexels
Vivantes Humboldt sjúkrahúsið í Berlín hefur hætt að taka við nýjum sjúklingum eftir að hópsmit af bresku afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid 19 sjúkdómnum kom upp á spítalanum.

Alls hafa 20 starfsmenn og sjúklinga greinst. Sjúklingar sem eru alvarlega veikir hafa verið fluttir á önnur sjúkrahús. Allir starfsmenn spítalans sem ekki eru smitaðir eru í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir mega aðeins fara til og frá vinnu.

Talsmaður sjúkrahússins segir allar líkur á að fleiri eigi eftir að greinast með þetta afbrigði innan þess á næstu dögum.
 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV