Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu

23.01.2021 - 10:03
Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Ákveðið hefur verið að rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Þar eru atvinnuhúsnæði og áður hafði verið tryggt að húsin væru mannlaus. Nokkur flóð hafa fallið í Skutulsfirði í gær og í nótt, þar af þrjú ofan atvinnuhúsanna sem nú á að rýma. Ekkert flóðanna hefur verið mjög stórt.

Snjókoma hefur verið með köflum síðan á laugardag fyrir viku og töluverð snjósöfnun síðasta einn og hálfa sólarhring. Spáð er svipuðu veðri fram eftir sunnudegi og síðan hægari NA-átt fram á mánudag. Áfram má búast við snjóflóðaástandi og samgöngutruflunum á Vestfjörðum í dag. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV