Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Larry King er látinn

23.01.2021 - 13:36
epa08619468 (FILE) - US Television and radio host Larry King is seen in the lobby of Trump Tower in New York, USA, 01 December 2016 (re-issued 23 August 2020). Talk show host legend Larry King on 23 August 2020 announced the passing of two of his children who have died just within a month.  EPA-EFE/Albin Lohr-Jones / POOL
 Mynd: EPA
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King er látinn, áttatíu og sjö ára að aldri. King var einn af þekkstustu sjónvarpsmönnum Bandaríkjanna og starfaði á fjölmiðlum í sextíu og þrjú ár.

Frægastur var hann fyrir viðtalsþætti sína, Larry King Live, á sjónvarpsstöðinni CNN, en þættirnir voru í gangi í tuttugu og fimm ár.

King hafði átt við heilsubrest að stríða undanfarna mánuði og var svo í byrjun mánaðarins lagður inn á sjúkrahús í Los Angeles vegna Covid nítján smits. Dánarorsökin hefur þó ekki verið gefin upp.

 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV