Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King er látinn, áttatíu og sjö ára að aldri. King var einn af þekkstustu sjónvarpsmönnum Bandaríkjanna og starfaði á fjölmiðlum í sextíu og þrjú ár.
Frægastur var hann fyrir viðtalsþætti sína, Larry King Live, á sjónvarpsstöðinni CNN, en þættirnir voru í gangi í tuttugu og fimm ár.
King hafði átt við heilsubrest að stríða undanfarna mánuði og var svo í byrjun mánaðarins lagður inn á sjúkrahús í Los Angeles vegna Covid nítján smits. Dánarorsökin hefur þó ekki verið gefin upp.
Larry King, the longtime CNN host who became an icon through his interviews with countless newsmakers and his sartorial sensibilities, has died. He was 87. https://t.co/eWOnYiwla2pic.twitter.com/J61Zr0Kk4N