Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Íslamistar felldu 11 bardagamenn hliðholla Íraksstjórn

23.01.2021 - 22:56
epa08955306 Security at the site of a bomb explosion in a central Baghdad used clothes market, Iraq, 21 January 2021. According to local media reports, two bombs exploded in a popular commercial area in central Baghdad on 21 January morning. At least 31 people were killed and dozens were injured.  EPA-EFE/AHMED JALIL
Írakskir hermenn á verði skammt frá útimarkaðnum í Bagdad, þar sem hryðjuverkamenn myrtu 32 almenna borgara í sjálfsvígsárás á miðvikudag Mynd: EPA-EFE - EPA
Ellefu liðsmenn bardagasveitar Hashed al-Shaabi-hreyfingarinnar, sem nýtur stuðnings og velvildar Íraksstjórnar, voru felldir þegar sveit þeirra var gerð fyrirsát í kvöld. Tíu til viðbótar særðust í árásinni, sem heimildarmenn AFP innan hreyfingarinnar segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert.

 

Í frétt AFP segir að árásarmennirnir hafi ráðist að Hashed-mönnum í skjóli myrkurs, austur af borginni Tikrit, höfuðborg Salahaddin-héraðs. Tveir dagar eru síðan menn á vegum Íslamska ríkisins felldu 32 óbreytta borgara og særðu á annað hundrað til viðbótar í tvöfaldri sjálfsvígsárás á fjölförnu markaðstorgi í höfuðborginni Bagdad.  

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV