Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Yfir 50.000 látin úr COVID-19 í Þýskalandi

22.01.2021 - 08:06
epa08761725 Medical staff takes care of a Corona patient at the intensive care unit of the University Hospital in Essen, Germany, 21 October 2020. The University Hospital Essen treats several patients in its intensive care unit who are seriously ill with the corona virus. Countries around the world are stepping up measures to stem the reappearance in a second wave of the SARS CoV-2 coronavirus, which causes COVID 19 disease.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi. Robert Koch sóttvarnarstofnunin greindi frá þessu í morgun.

Í tilkynningu frá stofnuninni sagði að 859 hefðu látist úr sjúkdómnum síðasta sólarhring, þannig að 50.642 væru nú látnir af völdum hans. Hátt í átján þúsund hefðu greinst með kórónuveirusmit síðasta sólarhring og væri heildarfjöldi smitaðra í Þýskalandi frá upphafi faraldursins kominn yfir 2,1 milljón. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV