Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Þrjár breytingar á leikmannahópi dagsins

epa08942655 Iceland's head coach Gudmundur Gudmundsson reacts during the match between Algeria and Iceland at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 15 January 2021.  EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL
 Mynd: EPA

Þrjár breytingar á leikmannahópi dagsins

22.01.2021 - 13:44
Guðmundur Guðmundsson gerir þrjár breytingar á leikmannahópi sínum fyrir leikinn gegn Frakklandi í milliriðli HM í dag.

Alexander Petersson er farinn til síns heima af persónulegum ástæðum og því ekki með í dag. Ómar Ingi Magnússon kemur í hans stað.

Þá hvíla í dag þeir Arnór Þór Gunnarsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Í þeirra stað koma Kári Kristján Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17 og er í beinni útsendingu RÚV og Rásar 2. Upphitun í HM-stofunni hefst á RÚV klukkan 16:30.