Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Réttarhöld yfir Trump hefjast á næstu dögum

22.01.2021 - 16:04
epa08953508 U.S. President Donald Trump, left, and U.S. First Lady Melania Trump, arrive to a farewell ceremony at Joint Base Andrews, Maryland, USA, 20 January 2021. US President Donald J. Trump is not attending the Inaugration ceremony of President-elect Joe Biden. Biden won the 03 November 2020 election to become the 46th President of the United States of America.  EPA-EFE/Stefani Reynolds / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Bloomberg
Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings á næstunni. Meirihluti þingmanna í fulltrúadeildinni samþykkti á dögum að ákæra hann fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast á þinghúsið í Washington. 

Chuck Schumer, nýr leiðtogi öldungadeildarinnar, greindi frá því í dag að þetta hefði verið ákveðið að höfðu samráði við Nancy Peloci, leiðtoga fulltrúadeildarinnar. Hún hefði staðfest að ákæran yrði send deildinni á mánudag.

Að réttarhöldum loknum greiða þingmenn atkvæði um hvort sakfella beri forsetann fyrrverandi. Tveir þriðju hlutar þeirra verða að vera því samþykkir. Jafn margir þingmenn Repúblikana og Demókrata sitja í öldungadeildinni eftir síðustu kosningar.