Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Norðmenn í erfiðri stöðu í milliriðli

epa08958829 Norway's Harald Reinkind (L) in action against Algeria's Moustapha Hadj Sadok (R) during the match between Norway and Algeria at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 22 January 2021.  EPA-EFE/Petr David Josek / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL

Norðmenn í erfiðri stöðu í milliriðli

22.01.2021 - 19:08
Noregur mætti Alsír í lokaleik dagsins á heimsmeistaramótinu í handbolta. Eftir úrslit dagsins þá var það ljóst að örlög Norðmanna eru úr þeirra höndum. Þrátt fyrir að Norðmenn vinni sína leiki þurfa þeir að treysta á önnur lið.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Norðmenn sem náðu snemma upp góðri forystu, Kristian Bjornsen kom þeim í 4-1 eftir tæplega fjögurra mínútna leik. Alsíringar gáfust þó ekki upp og héldu muninum í kringum tvö mörk allt þar til um miðbik fyrri hálfleiks. Þá náðu Norðmenn betri takti sóknarlega og leiddu í hálfleik 17-11.

Í seinni hálfleik gengu Norðmenn á lagið og Alsíringar réðu illa við lið Norðmanna sem gerði margar breytingar á liði sínu í leiknum og vann að lokum verðskuldaðan sigur 36-23.