Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Nýjar hendur, óvissustig og vettlingar

22.01.2021 - 18:52
Guðmundur Felix Grétarsson segir síðustu daga hafi verið erfiða en nú líði honum vel. Við taki þriggja ára endurhæfing. Læknarnir sem græddu á hann nýju handleggina héldu blaðamannafund í dag.

Enn er hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og óvissustig á Norðurlandi. Töluvert hefur snjóað á norðanverðu landinu í dag með tilheyrandi samgöngutruflunum.

Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því að lögreglan endurskoði viðhorf og verkferla í málum sem tengjast ofneyslu fíkniefna. Rannsókn lögreglu á andláti ungrar stúlku hefur verið harðlega gagnrýnd. 

Hefðbundin þorrablót falla flest niður í ár. Skagamenn deyja þó ekki ráðalausir og búist er við metþátttöku á rafrænt þorrablót annað kvöld. Þorramatur selst nú sem aldrei fyrr.

Vettlingar Bernies Sanders stálu senunni á innsetningarathöfn Joes Bidens og hafa farið um allt á samfélagsmiðlum síðan. Prjónarar eru að missa sig, segir prjónakona sem efast um að vettlingarnir séu úr íslenskum peysum. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum RÚV kl 19.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV