Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

HM í dag: Ísland mætir Frakklandi í milliriðli

epa08952607 Switzerland's Roman Sidorowicz (L) and Ellidi Snaer Vidarsson of Iceland in action during the main round match between Switzerland and Iceland at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 20 January 2021.  EPA-EFE/URS FLUEELER
 Mynd: EPA

HM í dag: Ísland mætir Frakklandi í milliriðli

22.01.2021 - 06:00
Ísland og Frakkland eigast við í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi klukkan 17 í dag. Frakkar eru á toppi riðilsins með sex stig en Ísland er í 4. sæti með tvö stig.

Frakkar eru enn með fullt hús stiga en liðið vann þriggja marka sigur á Alsír, 29-26, í fyrsta leik í milliriðli á meðan Ísland tapaði fyrir Sviss, 20-18. 

Leikurinn hefst klukkan 17 en bein sjónvarpsútsending hefst með upphitun í HM-stofunni á RÚV klukkan 16:30 í dag. 

Alls verða þrír leikir í beinni útsendingu í dag en þeir eru allir í milliriðli Íslands:

  • 14:30 Sviss - Portúgal á RÚV 
  • 17:00 Ísland - Frakkland á RÚV (HM-stofa hefst 16:30)
  • 19:30 Noregur - Alsír á RÚV 2