Fjölnir Sæmundsson var í dag kjörinn formaður Landsambands lögreglumanna. Hann lagði sitjandi formann af velli í kosningum.
Rafrænni kosningu meðal félagsmanna lauk á hádegi í dag. 705 voru á kjörskrá og greiddu 519 atkvæði, eða 73,6 prósent. Fjölnir fékk 397 atkvæði, eða 75,3 prósent greiddra atkvæða. Snorri fékk 120 atkvæði, eða 23,1 prósent. Átta seðlar voru auðir.
Fjölnir tekur við formennsku að loknu þingi sambandsins sem halda á í vor. Hann er kjörinn til þriggja ára eða til ársins 2024.