Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Erfitt að ná til námumanna í Kína

22.01.2021 - 08:32
Erlent · Asía · Kína
In this photo released by China's Xinhua News Agency, rescuers drill a new channel at the explosion site of a gold mine in Qixia City, east China's Shandong Province, Monday, Jan. 18, 2021. Chinese state media say 12 out of 22 workers trapped for a week by an explosion in the gold mine are alive, as hundreds of rescuers seek to bring them to safety. (Wang Kai/Xinhua via AP)
Borað við námuna í Shandong. Mynd: ASSOCIATED PRESS - XINHUA
Það mun taka að minnsta kosti hálfan mánuð að bjarga námumönnum sem lokuðust niðri í gullnámu í Shandong-héraði í austanverðu Kína 10. þessa mánaðar. Sprenging varð þá í námunni og lokuðust tuttugu og tveir niðri í henni.

Staðfest er að einn er látinn, en um síðustu helgi náðist samband við ellefu námumannanna sem fastir eru um 580 metrum undir yfirborði jarðar. Ekkert er vitað um afdrif hinna.

Boraðar hafa verið holur til að koma næringu og lyfjum til mannanna. Í gær var greint frá því að til stæði að bora leið til að ná til þeirra og flytja þá upp á yfirborðið, en í morgun sögðu björgunarmenn að það tæki lengri tíma en áætlað hefði verið þar sem fyrirstaðan væri meiri en búist var við.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV