Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Korngörðum í Reykjavík nú á sjöunda tímanum.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er slökkviðlið nýkomið á staðinn og dökkur reykur hefur sést. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Uppfært 18:44. Útkallið var afturkallað. Enginn eldur reyndist vera í vöruhúsi við Korngarða, en viðvörunarkerfi fór í gang eftir að viftureim í búnaði í vöruskemmu gaf sig.