Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Leggur ein fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar

21.01.2021 - 18:12
Mynd með færslu
 Mynd: Alþingi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi til stjórnskipunarlaga, um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Helstu breytingar eru um verkefni framkvæmdarvalds, umhverfisvernd, auðlindir náttúru Íslands, íslenska tungu og forseta Íslands.

Sérstök bókun er í skjali sem fylgir frumvarpinu frá Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Helga Hrafn Gunnarssyni þingmanni Pírata þar sem þeir ítreka þann vilja sinn að til víðtæks samráðs um að skilgreina og hrinda í framkvæmd vönduðum og lýðræðislegum lokaáfanga stjórnarskrárferilsins sem hófst 2009. Öllum öðrum forystumönnum flokkana var boðið að leggja fram bókun en aðeins Logi og Helgi gerðu það.

Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað 25 sinnum á kjörtímabilinu um breytingar á stjórnarskrá en þar ríkti engin sátt. Katrín ákvað því að leggja ein fram frumvarpið. Umræða um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi lauk í hádeginu en sú umræða snerist sú umræða fyrst og fremst um það ferli sem vinna við breytingar á stjórnarskrá hefur verið í en ekki um efnislega þætti eða það frumvarp sem forsætisráðherra hefur boðað.