Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hávaðarifrildi í sigri Burnley á Liverpool

epa08956534 Andrew Robertson (2-L) of Liverpool argues with  Ashley Westwood of Burnley (L) during the English Premier League soccer match between Liverpool FC and Burnley FC in Liverpool, Britain, 21 January 2021.  EPA-EFE/Clive Brunskill / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Hávaðarifrildi í sigri Burnley á Liverpool

21.01.2021 - 22:00
Burnley vann 1-0 sigur á Liverpool á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðasta hálftímann fyrir Burnley en mikill hiti var í leikmönnum og knattspyrnustjórum liðanna í leiknum.

Markalaust var í leikhléi en á leið til búningsherbergja hnakkrifust Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, og Englendingurinn Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley. 

Á 83. mínútu fékk Burnley vítaspyrnu og úr henni skoraði Ashley Barnes það sem reyndist sigurmark leiksins og Burnley vann 1-0. 

Burnley nældi í mikilvæg stig í fallbaráttunni en Englandsmeistarar Liverpool eru komnir niður í 4. sæti deildarinnar. 

Liverpool hefur ekki enn tekist að skora í deildarleik á árinu 2021 en síðasti sigurleikur liðsins í deildinni var gegn Tottenham 16. desember. 

Síðustu fimm deildarleikir Liverpool:

  • 1-0 tap fyrir Burnley
  • 0-0 jafntefli gegn Manchester United
  • 1-0 tap fyrir Southampton
  • 0-0 jafntefli gegn Newcastle
  • 1-1 jafntefli gegn West Brom