Emilíana Torrini - Vertu úlfur
Tónlistarkonan Emilíana Torrini hefur sent frá sér í samvinnu við Markétu Irglová og Þjóðleikhúsið titillag leikritsins Vertu úlfur. Lagið fjallar um hinar dekkri og viðkvæmari hliðar geðhvarfa, en sýningin er byggð á nýlegri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar Vertu úlfur!