Knattspyrnusamband Íslands staðfesti ráðninguna í dag en Davíð Snorri, sem áður stýrði U-17 ára landsliði karla, hafði verið orðaður við starfið í nokkrar vikur.
Hann tekur við starfinu af Arnari Þór Viðarssyni sem var ráðinn landsliðsþjálfari karla í síðasta mánuði. Saman stýrðu þeir A-landsliðinu gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á síðasta ári þegar Erik Hamrén og Freyr Alexandersson voru í sóttkví.
Íslenska liðið verður með Rússlandi, Frakklandi og Danmörku í C-riðli. Riðlakeppnin klárast á einni viku í lok mars en ef Ísland endar í einu af tveimur efstu sætunum tekur við útsláttarkeppni sem hefst í lok maí.
Þá tilkynnti KSÍ einnig í dag að Ólafur Ingi Skúlason, fyrrverandi landsliðsmaður, hefði verið ráðinn þjálfari U-17 ára liðs drengja og U-15 ára liðs stúlkna.
KSÍ hefur ráðið Davíð Snorra Jónasson sem nýjan þjálfara U21 landsliðs karla og hefur hann þegar hafið störf. Fyrstu leikir U21 landsliðs karla undir stjórn Davíðs Snorra verða leikir í úrslitakeppni EM 2021 í lok mars. https://t.co/mXgDnLDUgI
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2021
KSÍ hefur ráðið Ólaf Inga Skúlason sem nýjan þjálfara U19 landsliðs karla og U15 landsliðs kvenna og hefur hann þegar hafið störf. https://t.co/CN4O41Wny8
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2021