Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

109 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun

epa08911276 A photograph made available on 30 December shows a medical worker showing a vial with Russian Sputnik V vaccine, during the vaccination against the coronavirus disease (COVID-19) at a state polyclinic in Minsk, Belarus, 29 December 2020. Belarus started mass coronavirus vaccinations with Sputnik V vaccine, local media report.  EPA-EFE/ANDREI POKUMEIKO / POOL MANDATORY CREDIT
 Mynd: EPA-EFE - BELTA POOL
Lyfjastofnun Íslands hefur tekið við 109 tilkynningum vegna gruns um aukaverkun eftir bólusetningu við COVID-19. Tvö bóluefni eru notuð hér á landi; Comirntay frá Pfizer/BioNTech og Moderna. 75 tilkynningar hafa borist vegna fyrrnefnda bóluefnisins en 34 vegna þess síðarnefnda. 9 tilkynningar hafa borist vegna gruns um alvarlega aukaverkun. Þar af eru 8 vegna bóluefnis Pfizer.

Þetta kemur fram á nýjum vef Lyfjastofnunar um aukaverkanir. 

Bólusetning er hafin hjá 5.725 Íslendingum og hafa 480 fengið seinni sprautuna frá Pfizer.  1.259 hafa fengið bóluefnið frá Moderna en hinir bóluefni Pfizer. 

Lyfjastofnun segir að fjölda tilkynninga verði að skoða í samhengi við fjölda þeirra sem hafa verið bólusettir. „Mikilvægt er að að hafa hugfast að fjöldi tilkynninga vegna gruns um aukaverkun segir ekki til um tíðni raunverulegra aukaverkana eftir bólusetningu eða öryggi bóluefna.“

Sjö andlát voru tilkynnt til Lyfjastofnunar eftir fyrstu bólusetninguna í desember. Samkvæmt rannsókn tveggja sérfræðinga á fjórum andlátum var talið að ekki væri um orsakatengsl að ræða. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu þótt líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV