Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sara valin í lið ársins hjá UEFA af stuðningsmönnum

epa08636074 Sara Doorsoun-Khajeh (R) of Wolfsburg in action against Sara Bjork Gunnarsdottir (L) of Lyon during the UEFA Women Champions League final between Vfl Wolfsburg and Olympique Lyon in San Sebastian, Spain, 30 August 2020.  EPA-EFE/Villar Lopez / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL

Sara valin í lið ársins hjá UEFA af stuðningsmönnum

20.01.2021 - 18:51
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er í liði ársins hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem stuðningsmenn velja kvennalið ársins hjá UEFA.

Stuðningsmenn kusu leikmenn í liðið á vefsíðu sambandsins. Sara Björk var í sigurliði Lyon í Meistaradeild Evrópu og skoraði þriðja markið í 3-1 sigri á Wolfsburg í úrslitaleiknum. Fimm liðsfélagar Söru hjá Lyon eru í liðinu en þetta er í fyrsta skipti sem kosið er í úrvalslið ársins í kvennaflokki hjá UEFA. Sara Björk var útnefndur Íþróttamaður ársins í annað sinn á dögunum.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sara Björk Gunnarsdóttir íþróttamaður ársins

Fótbolti

Sara Björk með ótrúlegar hlaupatölur í úrslitaleiknum

Fótbolti

Sara Björk slær leikjametið í kvöld

Fótbolti

Sara Björk tryggði Lyon sigur í úrslitaleiknum