Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að mikil sprenging varð í sex hæða húsi í miðborg Madrídar í dag. Að sögn spænskra fjölmiðla voru níu slökkviliðsbílar og ellefu sjúkrabílar sendir á vettvang. Fjórar efstu hæðir hússins virðast vera ónýtar. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni, en hugsanlegt er talið að gasleka sé um að kenna. Húsið þar sem sprengingin varð stendur skammt frá hjúkrunarheimili.