Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Öflug sprenging í miðborg Madrídar

20.01.2021 - 16:09
Erlent · Spánn · Evrópa
Smoke rises from a building and rubble scattered in Toledo Street following a explosion in downtown Madrid, Spain, Wednesday, Jan. 20, 2021. A loud explosion of unknown origin has partially destroyed a six-floor-tall building flanked by a school and a nursing home in the center of Spain's capital, Madrid. (Europa Press via AP)
 Mynd: AP - Europa Press
Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að mikil sprenging varð í sex hæða húsi í miðborg Madrídar í dag. Að sögn spænskra fjölmiðla voru níu slökkviliðsbílar og ellefu sjúkrabílar sendir á vettvang. Fjórar efstu hæðir hússins virðast vera ónýtar. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni, en hugsanlegt er talið að gasleka sé um að kenna. Húsið þar sem sprengingin varð stendur skammt frá hjúkrunarheimili.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV